Sparisjóðurinn veitti 3,5 milljónum í styrki til nítján félaga

sparnor adalfundur14Sparisjóður Norðfjarðar veitti í gær 3,5 milljónum króna í samfélagsmál til nítján félaga í Fjarðabyggð. Hagnaður sjóðsins nam tæpum 52 milljónum króna á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út að loknum aðalfundi sjóðsins á miðvikudag. Þar segir að hagnaðurinn hafi gengið vel og hagnaður fyrir skatta og lögbundið 5% framlags til samfélagsmála verið 70,2 milljónir. Hafnaður að teknu tilliti til skatta og framlagsins var 51,9 milljónir.

Heildareignir í árslok námu 5.257 milljónum og bókfært eigið fé nam 649,5 milljónum. Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 19,25%. Fjármálaeftirlitið hefur metið eiginfjárþörf sparisjóðsins út frá svokölluðu SREP ferli og er eiginfjárkrafan 16,9%.

Á árinu störfuðu hjá Sparisjóðnum að meðaltali 7,3 starfsmenn í 6,7 stöðugildum og námu laun og launatengd gjöld 67,4 milljónum en beinar launagreiðslur námu samtals 50,6 milljónum. Framlög í afskriftarreikning útlána námu 24 milljónum.

Útlán sjóðsins jukust um 15,7%. Hreinar vaxtatekjur námu 193,5 milljónum og jukust um 15% milli ára. Hreinar rekstartekjur námu 273 milljónum og jukust um 12,7% milli ára.

„Rekstrarniðurstaða ársins 2013 og áætlun fyrir árið 2014 sýna að kominn er traustur grundvöllur fyrir rekstur sjóðsins," segir í tilkynningunni. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga stjórnar um að greiddur verði arður sem nemur 23,6 milljónum króna og verður arðinum varið til endurmats á stofnfé.

Eftirtalin félög fengu styrki frá sparisjóðnum.

Íþróttafélagið Þróttur
Leikfélagið Djúpið
Verkmenntaskóli Austurlands
Skíðafélag Fjarðabyggðar
Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eskifirði
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
Neistaflug, bæjarhátíð í Neskaupstað
Hestamannafélagið Blær
Franskir dagar, bæjarhátíð á Fáskrúðsfirði
Golfklúbbur Norðfjarðar
Kvf. Nanna í Neskaupstað, mæðrastyrksnefnd
Golfklúbbur Byggðarholts Eskifirði
Velferðasjóður Fjarðabyggðar
Golfklúbbur Fjarðabyggðar Reyðarfirði
Hollvinasamtök Sjúkrahússins í Neskaupstað
Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað
Ferðafélag Fjarðamanna
Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði
Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði
Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar