Vegurinn um Oddsskarð opnaður á föstudag

Vegagerðin hefur í samráði við sérfræðinga á þeirra vegum ákveðið að hægt sé að opna Oddsskarðsveg fyrir umferð á nýjan leik fyrir létta umferð með ákveðnum takmörkunum á föstudag..

Lesa meira

Engin olía lekið úr prammanum

Kafar, sem í dag köfuðu niður að fóðurpramma Laxa fiskeldis sem sökk í óveðrinu á laugardag, fundu engin ummerki um að olía læki úr prammanum. Ástandið á prammanum verður skoðað nánar á morgun. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann sökk.

Lesa meira

Loðna fannst norðan Íslands allt að Langanesdýpi

Loðna fannst með landgrunnskantinum norðan Íslands allt austur að Langanesdýpi. Ekkert var að sjá á grunnum né með kantinum austan lands. Að megninu til fékkst hrygningarloðna í togsýnum. Niðurstöður mælinganna munu liggja fyrir í vikunni.

 

Lesa meira

Rafmagn kemst á sunnanverðan Fáskrúðsfjörð

Verið er að vinna að viðgerð á rafmangslínu sem sló út í sunnanverðum Fáskrúðsfirði í óveðrinu um helgina. Enn eru þrír sveitabæir þar án rafmagns en viðgerð ætti að ljúka nú fyrir hádegið.

Lesa meira

Ekkert sem bendir til sóttvarnabrots

Lögreglan á Austurlandi hefur ekki fundið neinar upplýsingar sem benda til þess einstaklingur hafi rofið einangrun og brotið sóttvarnalög í Neskaupstað í dag. Rannsókn málsins er lokið.

Lesa meira

Breiðdalsvík í klakabrynju – Myndir

Berja þurfti ís reglulega af bátum sem stóðu í höfninni á Breiðdalsvík á laugardag til að þeir héldust á floti. Þegar storminn lægði sáust ummerki eftir mikinn sjógang á hafnarsvæðinu sem var hneppt í klakabönd.

Lesa meira

Einstaklega góð jólaverslun á Egilsstöðum

Jólaverslunin í síðasta mánuði var einstaklega góð á Egilsstöðum og mun betri en í fyrra. Greinilegt er að íbúar bæjarins hafa tekið vel í áskoranir um að versla í heimabyggð.

Lesa meira

Tíu þúsund lítrar af olíu í prammanum

Byrjað er að reyna að koma fóðurpramma fiskeldisfyrirtækisins Laxa, sem sökk í Reyðarfirði í nótt, á flot aftur. Ráðstafanir eru gerðar til að reyna að hindra mengun frá prammanum.

Lesa meira

Milljarða króna stækkun hjá SVN í Neskaupstað

Ákvörðun hefur verið tekin um að stækka fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar (SVN) í Neskaupstað og auka afköst við hrognavinnslu um helming. Afköst verksmiðjunnar fara úr 1.400 tonnum og í 2.380 tonn á sólarhing. Áætlað er að þessar framkvæmdir kosti um 5 milljarða kr.

Lesa meira

Ekki stórvægilegt tjón á Seyðisfirði

„Miðað við óveðrið má segja að Seyðisfjörður hafi sloppið vel. Það varð að vísu foktjón í stöku tilvikum en það var ekki stórvægilegt,“ segir Jens Hilmarsson vettvangsstjóri á Seyðisfirði.

Lesa meira

Tvö landamærasmit í viðbót

Tveir Austfirðingar fengu í morgun staðfest að þeir væri með Covid-19 smit. Það greindist við komuna til landsins. Alls eru fjórir í einangrun með virkt smit núna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.