Skoðar hvort hægt sé að flýta Fjarðarheiðargöngum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist vilja skoða hvort hægt sé að flýta Fjarðarheiðargöngum, sem öðrum framkvæmdum sem þurfi til að tryggja öryggi Seyðfirðinga.

Lesa meira

„Dáist að biðlund Seyðfirðinga“

Íbúar húsa, sem enn eru á hættusvæði á Seyðisfirði, fengu í dag sumir að vitja húsa sinna og sækja nauðsynjar í þau, í fylgd björgunarsveita. Vettvangsstjóri segir það verk tafsamt en Seyðfirðinga vera þolinmóða.

Lesa meira

Boðað til íbúafundar á Eskifirði

Íbúafundur vegna skriðuhættu á Eskifirði verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 22. desember, klukkan 18:00. Fundurinn verður sendur beint út á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Áhersla á að varna foki

Byrjað er að tryggja vettvang á skriðusvæðinu á Seyðisfirði. Farið var inn á svæði Tækniminjasafns Austurlands í dag til að tryggja að brak þaðan valdi frekari skaða í firðinum.

Lesa meira

Efstu húsin í rýmingu til 27. desember

Greining gagna og mat á stöðugleika á rýmingarsvæði hefur staðið yfir og er metið reglulega. Aðstæður hafa farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólnaði í veðri. Hinsvegar er gert ráð fyrir að hlýni að nýju í skamman tíma á aðfanga- og jóladag. Því munu hús sem efst eru í byggðinni í jaðri rýmingarsvæðis haldast óbreytt í rýmingu til 27. desember að minnsta kosti.

Lesa meira

Hætta á rafmagnstruflunum á Seyðisfirði á morgun

Hætta er á rafmagnstruflunum á Seyðisfirði á morgun meðan ísing verður hreinsuð af raflínum á Fjarðarheiði. Ágætlega hefur gengið að koma rafmagni á bæinn eftir að stór skriða féll á utanverðan kaupstaðinn á föstudag. Nokkur hús eru þó enn án rafmagns.

Lesa meira

Ólíklegt að viðlíka skriða hafi fallið á svæðinu í þúsundir ára

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands viðurkenna að þeir engan vegin átt von á jafn stórri aurskriðu og féll á utanverðan Seyðisfjörð á föstudag. Engin ummerki hafi verið um slíkt. Enn er verið að meta ástand í hlíðinni ofan bæjarins. Undirbúningur er þegar hafin að vöktunarkerfi fyrir framtíðar.

Lesa meira

SMS frá þeim sem áreitti forsætisráðherra

Austurfrétt hafa borist tvö SMS skeyti frá þeim einstaklingi sem er nú í haldi lögreglunnar vegna að því er virðist áreitis í garð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.


Lesa meira

Ráðherrarnir vildu vita hvernig fólki liði

Á fundi fjögurra ráðherra með þeim Birni Ingimarssyni sveitarstjóra Múlaþings og Gauta Jóhannessyni forseta sveitarstjórnar var farið yfir stöðu mála og spurningum ráðherra svarað. Spurningarnar voru meðal annars um líðan Seyðfirðinga á þessari stundu.

Lesa meira

Reyna að svara fyrirspurnum um tryggingar eins fljótt og kostur er

Starfsmenn Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) verða til viðtals austur á Seyðisfirði á morgun fyrir eigendur fasteigna sem orðið hafa fyrir tjóni í skriðuföllum þar síðustu viku. Forstjóri stofnunarinnar segir að reynt verði að leysa úr málunum eins fljótt og kostur er. Það veltur þó að hluta á hve hratt gengur að vinna nýtt hættumat og skipulag fyrir svæðið.

Lesa meira

„Við munum fara í gegnum þetta saman“

Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, segir hug landsmanna allra vera hjá Seyðfirðingum. Hún segir alla vera reiðubúna að aðstoða Seyðfirðinga, jafnt nú sem í þeim verkefnum sem framundan eru en minnir þá að því að huga að sér og sínum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.