13 Stjórnarfundur 27 nóvember, 2004

Stjórnarfundur 27.11.2004.
 kl 16:50 að afloknum aðalfundi á Hótel Héraði.

               Mættir:
 Guðrún Katrín Árnadóttir
 Kristinn V. Jóhannsson
Sigfús Vilhjálmsson
Sveinn Jónsson

1.Aldursforseti setti fundinn

Aldursforseti, Kristinn, setti fund og gerði tillögu um að Guðrún yrði áfram formaður – samþ.
Guðrún tók við stjórn og gerði tillögu um Kristinn sem varaformann – samþ. og að Sveinn yrði ritari - samþ.

2. Símafundur

Samþykkt að hafa símafund stjórnar á næstunni og helst áður en fundað yrði með fulltrúa Byggðastofnunar og Alcoa í næstu viku. 

3. Ferð í Kárahnjúka

 Fyrirhugað er að stjórnin fari í Kárahnjúka til að skoða heilborun hjá Impregilo laugardaginn 11. desember n.k.  Sigurður Gunnarsson starfsmaður þeirra annast unirbúning í samráði við fulltrúa Landsvirkjunar.


Fleira ekki og fundi slitið 17:10
Sveinn Jónsson ritaði

 

10 Stjórnarfundur 22 júní, 2004

Stjórnarfundur 22.06. 2004
          Haldinn á Hótel Héraði kl. 17:00.

Mættir voru Guðrún Katrín, Sveinn Sigurbjarnarson, Jörundur Ragnarsson, Jónas Hallgrímsson og Hrafnkell A Jónsson.


1. Bréf frá Samgönguráðuneytinu
Tekið var fyrir svarbréf  Samgönguráðuneytisins dags. 22.mars 2004 við bréfi  framkvæmdarstjóra SSA sem hann ritaði fyrir hönd samgöngunefndar SSA dags. 2. Janúar 2004 . Í bréfinu óskar SSA eftir því við samgönguráðuneytið að unnin verði heilstæð jarðgangaúttekt  fyrir Austurland.
Stjórn SAMGÖNG sættir sig ekki við svar Samgönguráðuneytisins og var Jónasi Hallgrímssyni falið að svara bréfi Samgönguráðuneytisins .


2. Bréf til fyrirtækja
Ákveðið var að senda Fyrirtækjum á Austurlandi bréf þar sem óskað væri eftir stuðningi þeirra við markmið samtakanna.

3. Kanna kaup á borunum
Rætt var um mikilvægi þess að nýta bora þá sem nú eru í notkun við gerð jarðganga í    Kárahnjúkum til áframhaldandi jarðgangagerða í fjórðungnum. Stjórn samtakanna telur mikilvægt að kannaður verði áhugi ítalanna á sölu boranna.


4. Kynning á markmiðum samtakanna
Ræddar voru ýmsar leiðir til að kynna markmið samtakanna enn frekar s.s með gerð límmiða í bíla o.fl. 


Fleira var ekki tekið fyrir fundi slitið kl. 18;00


Fundarritari
Guðrún Katrín Árnadóttir 

07 Stjórnarfundur 7 ágúst, 2003

Stjórnarfundur 07. 08. 2003. búið
   Fundurinn var haldinn á Hótel Héraði Egilsstöðum og hófst kl. 17:00.
Mættir: 
            Guðrún Katrín
             Jörundur
             Kristinn
             Sigfús
             Hrafnkell mætti kl. 17:30.
 
Formaður Guðrún Katrín, setti fund og stjórnaði honum.  Hrafnkell ritaði fundargerð.
 
Gengið var til dagskrár:
 
1. Aðalfundur 2003.
Samþykkt að halda aðalfund um mánaðarmót september, október.  Fundarstaður Hótel Hérað Egilsstöðum.
Rætt um að fá Helga Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóra til að flytja erindi um jarðgöng á Austurlandi.  Sigfús tók að sér að ræða við Helga.
Guðrún Katrín upplýsti að þar sem hún flyst tímabundið af svæðinu, þá muni hún ekki taka að sér formennsku á næsta ári.  Rætt um að gera tillögu um Sigfús Vilhjálmsson sem formann  næsta ár.
 
2.  Önnur mál.
Stjórnin samþykkti að leita eftir því að fulltrúi SAMGÖNG einn eða fleiri fái seturétt  á Samgönguráðstefnu SSA sem fyrirhugað er að halda í október n.k. Guðrúnu var falið að koma erindi til SSA.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.
 
Hrafnkell A. Jónsson fundarritari.

 

12b Stjórnarfundur 4 nóvember, 2004

Stjórnarfundur 04.11.2004  á  Hótel Héraði.

 Fundur hófst kl. 17:00.
Mættir: Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Sigurbjarnarson, Sigfús Vilhjálmsson, Kristinn V. Jóhannsson og Hrafnkell A. Jónsson. 

Formaður Guðrún Katrín setti fund og stjórnaði honum, Hrafnkell ritaði fundargerðina.

Gengið var til dagskrár.

1. Bréf til fyrirtækja
Formaður dreifði bréfi dags. 27. ágúst 2004 sem sent var til fyrirtækja á Austurlandi.  Þar voru markmið SAMGÖNG kynnt og óskað eftir stuðningi við þau. Jafnframt dreifði formaður lista yfir þau fyrirtæki sem leitað var til.  Ákveðið var að fylgja bréfinu eftir og skiptu viðstaddir stjórnarmenn á milli sín því verkefni að hafa samband við forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem fengu fyrrgreint bréf.

2. Bréf til Háskóla
Formaður kynnti síðan bréf undirritað af formanni og varaformanni, sem sent var háskólastúdentum, þar voru markmið samtakanna kynnt og bent á að margt varðandi jarðgangagerð og áhrif þeirra á margvíslega þætti byggðaþróunar gætu verið áhugaverð rannsóknarverkefni sem lokaverkefni í háskólanámi.

3. Stofnun félags um jarðgöng.
Formaður ræddi um hugmyndir sínar um að á Austurlandi yrði stofnað félag um jarðgangagerð svipað og Spölur hf. sem stóð að gerð Hvalfjarðarganga og þegar hefur verið gert varðandi gangagerð undir Vaðlaheiði og til Vestmannaeyja.  Stjórnarmenn töldu ekki tímabært að stofna slíkt félag, hins vegar kom fram að nauðsynlegt væri að fá burðuga bakhjarla á Austurlandi líkt og gert hefur verið annars staðar.  Til að undirbyggja frekar rök fyrir aðgerðum í jarðgangamálum þótti vænlegt að leita liðs hjá Þróunarstofu Austurlands.

4. Tillaga
Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða

“Fundur í stjórn SAMGÖNG haldinn á Hótel Héraði 4. nóvember 2004, beinir því til Þróunarstofu Austurlands að standa fyrir ráðstefnu um samgöngur á Austurlandi, með áherslur á jarðgangagerð.  Þar verði leitað svara við spurningunni, hvernig gerum við Austurland að einu atvinnu-og þjónustusvæði?.”

4. Aðalfundur SAMGÖNG
Samþykkt var að stefna að aðalfundi í SAMGÖNG laugardaginn 27. nóvember n.k. og verði fundurinn haldinn á Egilsstöðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Hrafnkell A. Jónsson, fundarritari

 

 

09 Stjórnarfundur 21 nóvember, 2003

Stjórnarfundur 21.11.2003
Haldinn á Fosshótel Reyðarfirði   Kl. 15:30 

Mætt voru : Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Sigurbjarnarson , Jörundur Ragnarsson og Sigfús Vilhjálmsson.

1. Jólakveðja
Rætt var um að senda þingmönnum jóla eða nýárskveðju frá samtökunum.

2. Faglegur ráðgjafi
Guðrún Katrín sagði fundarmönnum frá því að Svein Jónsson væri jákvæður fyrir því að vera faglegur ráðgjafi samtakanna.

3. Ræða við bæjarstjórnarmenn
     Ákveðið var  að ræða við bæjarstjórnarmenn á Héraði um mikilvægi         
     þessa ganga.


4. Efla umræðu
Stjórn samtakanna var sammála um að efla þyrfti umræðu um          jarðgöngin meðal almennings, ákveðið var að gera átak í því m.a. með viðtölum í útvarpi og blaðaskrifum.

 Fundi slitið kl. 16:30
                                                                              Fundarritari
                                                                      Guðrún Katrín Árnadóttir

 

06 Stjórnarfundur 5 mars, 2003

Stjórnarfundur 05.03. 2003 búið
 Stjórn SAMGÖNG kom saman til fundar á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 17:00.
Mættir:
            Guðrún Katrín Árnadóttir
              Sigfús Vilhjálmsson
              Jónas Hallgrímsson
              Sveinn Sigurbjarnarson
              Jörundur Ragnarsson
              Hrafnkell A. Jónsson  
Formaður Guðrún Katrín Árnadóttir stjórnaði fundi, Hrafnkell A. Jónsson ritaði fundargerð.
 Þetta gerðist.
 
1.       Samþykktir       
                    Samþykktir Samtaka áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi voru undirritaðar.
 
2.    Auglýsing            
                    Kynnt var auglýsing frá SAMGÖNG sem birtist í Dagskránni 10. tbl. 2003.
 
3.     Næstu skref   
                     Rætt var um næstu skref í baráttu fyrir framgangi hugmynda SAMGÖNG.   Formaður gerði grein fyrir hugmyndum sínum um að efna til viðtækrar undirskriftasöfnunar á Mið-Austurlandi þar sem reynt væri að afla breiðs stuðnings við málefnið og afhenda undirskriftirnar þingmönnum kjördæmisins á ráðstefnu um samgöngumál sem áformað er að halda á Austurlandi í mars.
Hugmynd formanns var rædd og komu þar fram efasemdir um að þetta væri besta leiðin eins og mál standa í dag.    Bent var á að til að ná góðri niðurstöðu þyrfti mikla skipulagningu og mannafla.   Undirskriftasöfnun gæti vissulega þjónað tilgangi t.d. á Seyðisfirði þar sem áhugi fyrir jarðgangagerð er almennur, en aftur á Héraði þyrfti væntanlega meiri tíma og mannafla.
Eftir umræður var samþykkt að framkvæma undirskriftarsöfnun með þeim hætti að ganga í hús þar sem mannafli fæst.   Annars staðar yrði auglýst að undirskriftalistar lægju frami og fólk hvatt með auglýsingum og með því að vera á ferð í verslunum og fjölsóttum þjónustufyrir-tækjum með lista.
Fólki yrði gefinn kostur á að velja hvort það skráði sig sem félaga í samtökunum og lýsti með þeim hætti stuðningi við hugmyndir SAMGÖNG, eða það skrifaði nöfn sín á lista til stuðnings málefninu.   Samþykkt var að undirskriftasöfnunin stæði til 6. apríl n.k.
 
4.        Kynning í útvarpi  
                    Samþykkt var að leita eftir því að koma að kynningu á málefnum SAMGÖNG í Svæðisútvarpinu , Sigfúsi Vilhjálmssyni var falið að koma þar fram sem talsmaður stjórnarinnar.   Guðrúnu Katrínu var falið að koma fréttatilkynningu í Austurgluggann.
 
5.         Hagkvæmnismat
                   Sveitarstjórn Seyðisfjarðar og Fjarðabyggðar hefur verið sent bréf þar sem því er beint til sveitarstjórnanna að þær fari þess á leit við Byggðastofnun að gerð verði úttekt á hagkvæmni og byggðaáhrifum jarðgangna á Mið-Austurlandi, þar sem í forsendum úttektarinnar væri tekið tillit til raka SAMGÖNG eins og þau voru sett fram í bréfi SAMGÖNG til Byggðastofnunar dags. 27.1.2003.  
Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:00.
Hrafnkell A. Jónsson, ritari
 

 

11 Stjórnarfundur 29 júlí, 2004

Stjórnarfundur 29. 07. 2004


Stjórn SAMGÖNG hittist á Fosshóteli, Reyðarfirði þann 29.07.2004 kl. 17:00.
Mættir voru . Guðrún Katrín, Sveinn, Sigfús og Kristinn.


Dagskrá :

1. Staða verkefna sem eru í gangi
2. Bréf til sveitastjórna á Mið – Austurlandi
3. Kynning á heilborun
4. Önnur mál


1. Staða verkefna sem eru í gangi
Bréf sem senda átti fyrirtækjum til kynningar er ekki farið, en verður sent næstu daga. Sama er að segja um bréf  til Samgönguráðuneytisins vegna  nokkurra    óljósra atriða í svari ráðuneytisins við bréfi SSA frá 22. mars í vetur.

Þá lá ekki fyrir hvort Jörundur hafi rætt við Valgerði iðnaðar og byggðamálaráðherra um að ýta á eftir því að Byggðastofnun hefðist handa við úttekt á þeim jarðgangakostum, sem SAMGÖNG hafa beint sjónum sínum að.

2. Bréf til sveitastjórna
Stjórnin samþykkti að skrifa öllum sveitafélögum á Mið – Austurlandi í tilefni þess að í haust verður vegaáætlun endurskoðuð og hvetja þau til að þrýsta á stjórnvöld að setja aukinn kraft í jarðgangagerð og benda á að samgönguskortur í dag stendur uppbyggingu fyrir þrifum. Svæðið  þarf að opna svo það geti tekið við verkefnum.


3. Kynning á heilborun
Á  fundinn mættu Einar Már Sigurðsson alþingismaður og Sigurður Gunnarsson starfsmaður við borun á Fljótsdalsheiði.
Sigurður útskýrði fyrir stjórnarmönnum getu boranna, sem Impreglio notar, en þeir eru með borkrónu sem er 7,52 m í þvermál.
Sigurður benti á að mikilvægt væri að Vegagerðin setti sér staðal um breidd vega í veggöngum. Ýmsan annan fróðleik kynnti Sigurður stjórninni um afköst        þessara bora, verð við gangagerð ofl. Er greinilegt af máli hans , að ef Íslendingar bæru gæfu til að taka upp þessa heilborunartækni í stað sprengiaðferðarinnar mundi kostnaður snarlækka og verkhraði stóraukast.Taldi Sigurður afköst eiga að vera 40 – 50 metra á sólarhring og að verð pr/km. Væri a.m.k. 30- 40% lægra en með hefðbundinni sprengiaðferð.

Rætt var um möguleika á því að stjórnin kæmist upp að Kárahnjúkum og fengi að sjá borana vinna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:30


  Kristinn V. Jóhannsson

08b Stjórnarfundur 4 október, 2003


1. stjórnarfundur 04.10.2003

Nýkjörin stjórn SAMGÖNG kom saman til fundar á Hótel Héraði laugardaginn 4. okt. 2003 og skipti með sér verkum.
Tillaga kom fram um formann Guðrúnu Katrínu Árnadóttur, Jörund Ragnarsson sem gjaldkera og Hrafnkel A. Jónsson sem ritara.  Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert.

Hrafnkell A. Jónsson ritari (sign)

05 Stjórnarfundur 13 janúar, 2003

SAMGÖNG
Fundargerð stjórnar. 13.01.2003.
Stjórn SAMGÖNG mætti til fundar á Hóteli Héraði kl. 16:00 
 mættir: Guðrún Katrín Árnadóttir,
                    Sveinn Sigurbjarnarson,
                    Sigfús Vilhjálmsson,
                    Jörundur Ragnarsson  
                    Hrafnkell  A. Jónsson.

Formaður Guðrún Katrín setti fund og fól Hrafnkatli að rita fundargerð.
.
  
1. Undirskrift
Gengið var frá undirskriftum vegna umsóknar um kennitölu fyrir   félagið.
2. Styrkir
Samtökin hafa fengið 50.000,- kr. styrk frá Fjarðabyggð, önnur sveitarfélög sem sótt hefur verið um styrk til hafa annað hvort synjað beiðninni eða ekki afgreitt hana.
3. Næstu skref
Rætt var um næstu skref til að kynna félagið, og á hvern hátt best yrði unnið að kynningu fyrir það litla fjármagn sem “samtökin” hafa til ráðstöfunar.   Samþykkt var að leggja áherslu á heimsíðu félagsins sem er vistuð undir www.sfk.is    en síðan  hefur vefslóðina www.sfk.is/jardgong.htm    Reynt verður að auglýsa heimasíðuna með skipulögðum hætti í Dagskránni.   Leitað verður eftir því við aðstandendur vefmiðlanna www.local.is , www.austurland.is, www.egilsstadir.is, og www.fjardabyggd.is að þar komi linkar fyrir heimasíðuna.
3. Opinberir  aðilar
Rætt var um samskipti við opinbera aðila.   Samþykkt var að senda stjórn Byggðastofnunar bréf þar sem farið verður fram á nýtt arðsemismat vegna jarðgangagerðar á Austurlandi í samræmi við hugmyndir “samtakanna”.   Í þessu mati verði tekið tillit til breyttra aðstæðna á Austurlandi með tilkomu byggingar álvers við Reyðarfjörð, fiskeldi víða í fjörðum austanlands, nýrrar Norrænu og beins flugs á Egilsstaði frá Þýskalandi þessar aðstæður breyta öllu samgöngumynstri og gætu breytt arðsemisútreikningum á sama máta.    Þá telur stjórnin mjög brýnt að sérfræðingar Byggðastofnunar verði fengnir til að meta þann kostnað sem af því hlíst að fara ekki í gerð jarðgangna, þar verði metinn inn aukinn byggðaflótti, kostnaður við að úrelda mannvirki í byggðum austanlands og kostnaður við uppbyggingu hliðstæðra mannvirkja á suð-vesturhorninu.
 5. Önnur mál
Stjórnin ræddi loks nauðsyn þess að efla tengsl við sveitarstjórnir á Austurlandi og mun fara fram á fundi með sveitarstjórnarmönnum til að kynna markmið samtakanna og leita eftir stuðningi sveitarstjórna við þau.   Á sama hátt verður leitað til almannasamtaka á borð við stéttarfélög, þróunarfélög og önnur samtök sem láta sig velferð Austurlands varða..
 
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 17:45
 
Hrafnkell A. Jónsson, fundarritari
 
 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.