Kristján Þór leiðir lista Sjálfstæðismanna í NA-kjördæmi

Kristján Þór Júlíusson alþingismaður mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum 25. apríl. Talningu í prófkjöri flokksins er nú lokið. Á kjörskrá voru 3.949. Atkvæði greiddu 2.041 og er það 51,7% kosningaþátttaka. Auðir og ógildir seðlar voru 41.
Tryggvi Þór Herbertsson er í öðru sæti listans og Arnbjörg Sveinsdóttir í því þriðja.Tíu buðu sig fram í prófkjörinu en kosið var um sex efstu sætin.

491390b.jpg

Staða sex efstu manna:


1. Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður - 1.477 atkvæði í 1. sæti


2. Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor - 971 atkvæði í 1.-2. sæti


3. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður - 861 atkvæði í 1.-3. sæti


4. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri - 816 atkvæði í 1.-4. sæti


5. Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri - 999 atkvæði í 1.-5. sæti


6. Anna Guðný Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri - 1.220 atkvæði í 1-6. sæti


Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjörna í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum vorið 2007, þau Kristján Þór Júlíusson, Arnbjörgu Sveinsdóttur og Ólöfu Nordal.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.