Staðfestur listi VG

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur staðfest tuttugu manna framboðslista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Listinn var samþykktur á kjördæmisþingi í gær.

 

ImageListinn er eftirfarandi:

1. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður
2. Þuríður Backman, alþingismaður
3. Björn Valur Gíslason, skipstjóri
4. Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
5. Þorsteinn Bergsson, bóndi
6. Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir, leikskólakennari
7. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður
8. Ingunn Snædal, grunnskólakennari
9. Ásmundur Páll Hjaltason, tækjamaður
10. Ásta Svavarsdóttir, grunnskólakennari
11. Kári Gautason, nemi
12. Júlíana Garðarsdóttir, nemi
13. Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður
14. Jóhanna Gísladóttir, aðstoðarskólastjóri
15. Kristján Eldjárn Hjartarson, byggingafræðingur
16. Ríkey Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri
17. Andrés Skúlason, oddviti
18. Sigríður Hauksdóttir, tómstundafulltrúi
19. Guðmundur H. Sigurjónsson, verkamaður
20. Málmfríður Sigurðardóttir, fyrrverandi alþingiskona

Áður hafði Samfylkingin staðfest sinn lista. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn völdu í efstu sætin á sínum listum um helgina en neðri sætin hafa ekki enn verið opinberuð. Sömu sögu er að segja af Frjálslynda flokknum en þar hefur aðeins efsta sætið, sem Ásta S. Hafberg frá Fáskrúðsfirði skipar, verið tilkynnt. Ekki hafa borist fréttum af nöfnum frambjóðenda L-listans né Borgarahreyfingarinnar í kjördæminu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.