Birkir Jón sigraði í NA-kjördæmi

Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í dag. Fimmtán frambjóðendur gáfu kost á sér til framboðs í kjör um átta efstu sæti framboðslistans vegna alþingiskosninganna 25. apríl 2009. Alls greiddu 928 atkvæði.
Birkir Jón hlaut 505 atkvæði í fyrsta sæti. Höskuldur Þórhallsson hlaut 647 atkvæði í 1.-2. sætið.

frams.jpg

Kosið var um sætin á aukakjördæmisþingi sem haldið var á Egilsstöðum í dag en utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór einnig fram á fjölmörgum stöðum í kjördæminu í gær og í fyrradag. Hulda Aðalbjarnardóttir menningar- og fræðslufulltrúi Norðurþings varð í þriðja sæti en hún hlaut 509 atkvæði í 1.-4. sæti. Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri skipar fjórða sæti listans, hann hlaut 304 atkvæði í 1.-4. sæti.

 

1. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, með 505 atkvæði í 1. sæti.
2. Höskuldur Þór Þórhallsson, alþingismaður, með 647 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. Huld Aðalbjarnardóttir menningar-og fræðslufulltrúi Norðurþings, með 509 atkvæði í 1.-3. sæti.
4. Sigfús Karlsson, framkvæmdastjóri, með 340 atkvæði í 1.-4. sæti.
5. Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, með 448 atkvæði í 1.-5. sæti.
6. Hallveig Björk Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu Alcoa, með 463 atkvæði í 1.-6. sæti.
7. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og tamningamaður, með 497 atkvæði í 1.-7. sæti.
8. Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari,með 397 atkvæði í 1.-8. sæti.


Verið er að kynna niðurstöður prófkjörsins á kjördæmisþinginu og í framhaldinu verður 20 manna framboðslisti kynntur flokksmönnum.
Framsóknarflokkurinn fékk þrjá menn kjörna í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum vorið 2007.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.