Skip to main content

Vont veður norðan Vatnajökuls

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.21. ágúst 2009

Veður er nú afar slæmt norðan Vatnajökuls og beinir Slysavarnafélagið Landsbjörg þeim tilmælum til ferðafólks að vera ekki á ferð þar nema brýna nauðsyn beri til. Leitað hefur verið aðstoðar björgunarsveita vegna ferðafólks af svæðinu, m.a. var göngumaður nálægt Gæsavötnum í vandræðum, óttast var um hjólreiðamann í Dyngjufjalladal og fólk sat fast í bíl við Kistufell.

Björgunarsveitirnar Stefán og Þingey og Hjálparsveit skáta í Reykjadal voru kallaðar út en áður en þær komu á staðinn hafði aðstoð borist frá fólki sem var á svæðinu. Þeim var  því snúið til baka.