Skip to main content

Við erum öll í þessu saman!

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.16. september 2021

Vissir þú að til þess að jafna flugvallaeldsneytiskostnað á Egilsstaða- og Akureyraflugvelli væri nóg að hækka verð á seldum lítra af flugvallareldsneyti á Keflavíkurflugvelli um 0,02 kr./lítrann og nota þá hækkun til að jafna verðið á hinum flugvöllunum?


Í þessu dæmi er miðað við selda lítra á Íslandi árið 2017.

Í fjölda ára hefur verið talað um mikilvægi dreifingu ferðamanna en maður veltir fyrir sér hversu framarlega það er í forgangsröðinni þegar ekki er búið að taka á svona einföldu máli. Meðan flugvallaeldsneyti er 25% dýrara á Egilsstöðum en Keflavík og eldsneytiskostnaður er 25-30% af rekstri flugfélaga er augljóst að aðstæður flugvallanna eru ekki samkeppnishæfar.

Meðan þetta er raunin er holur hljómur að tala um dreifingu ferðamanna og mikilvægi þess að opna aðra gátt inn í landið. Þegar svona augljóst dæmi blasir við veltir maður fyrir sér hvort við séum öll í þessu saman.

Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.