Við erum öll í þessu saman!

Vissir þú að til þess að jafna flugvallaeldsneytiskostnað á Egilsstaða- og Akureyraflugvelli væri nóg að hækka verð á seldum lítra af flugvallareldsneyti á Keflavíkurflugvelli um 0,02 kr./lítrann og nota þá hækkun til að jafna verðið á hinum flugvöllunum?

Í þessu dæmi er miðað við selda lítra á Íslandi árið 2017.

Í fjölda ára hefur verið talað um mikilvægi dreifingu ferðamanna en maður veltir fyrir sér hversu framarlega það er í forgangsröðinni þegar ekki er búið að taka á svona einföldu máli. Meðan flugvallaeldsneyti er 25% dýrara á Egilsstöðum en Keflavík og eldsneytiskostnaður er 25-30% af rekstri flugfélaga er augljóst að aðstæður flugvallanna eru ekki samkeppnishæfar.

Meðan þetta er raunin er holur hljómur að tala um dreifingu ferðamanna og mikilvægi þess að opna aðra gátt inn í landið. Þegar svona augljóst dæmi blasir við veltir maður fyrir sér hvort við séum öll í þessu saman.

Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.