Við getum aukið hlut kvenna í sveitarstjórnum

,,Þau ánægjulegu tíðindi bárust nú nýlega að Ísland er komið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Econonic Forum) sem framkvæmir slíkar mælingar árlega meðal 134 landa, en vinaþjóðir okkar Noregur, Finnland og Svíþjóð verma sætin á eftir okkur,“ skrifar Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.

konur.jpg ,,Tvennt tel ég að hafi skipt máli hvað varðar þessi tímamót  en það er annars vegar sú staðreynd að þingkonum fjölgaði úr 33% í 43% við síðustu Alþingiskosningar, þökk sé marvissum jafnréttisáherslum sjónarmálaflokkanna, ekki síst þeirra sem nú sitja í ríkisstjón. Hins vegar sú staðreynd að jafnræði kynjanna ríkir nú í ríkisstjórn Íslands í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar. En þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér heldur er hann endurspeglun á þeim pólitísku áherslum sem ríkja hér á landi. Með þeim er lögð áhersla á þá staðreynd að mikil verðmæti og ávinningur felast í jafnri stöðu kvenna og karla, að jöfn tækifæri í samfélaginu og þátttaka allra sé verðmæti í sjálfu sér. Ríkisstjórnin er einhuga um þessi markmið og kemur sú áhersla glöggt fram í samstarfsyfirlýsingu hennar. Ég hef sem sveitarstjórnarráðherra fylgt þessari stefnumörkun fast eftir og í vor skipaði ég starfshóp sem fékk það hlutverk að móta tillögur um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum. Þurfum að gera beturÞví miður er það svo, þrátt fyrir góðan jafnréttisárangur á ýmsum sviðum, að hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er aðeins 36% sveitarstjórnarfulltrúa meðan hlutur karla er 64%. Þá eru karlar í meirihluta í 66 sveitarfélögum af 77 og í fimm sveitarfélögum voru einungis karlar fulltrúar í sveitarstjórn. Þetta er alls ekki góð staða, við getum sem þjóð ekki sætt okkur við það að þátttaka kvenna sé ekki betri en þetta og á því þarf að ráða bót. Okkur gefst tækifæri til þess eftir 6 mánuði, en þá verða haldnar almennar sveitarstjórnarkosningar. Margar áhugaverðar tillögur er að finna í greinargerð starfshópsins, sem var skipaður fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi auk embættismanna. Meðal tillagna hópsins eru eftirfarandi: ·    Að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið skipuleggi kynningarstarf og hvatningarátak fyrir því að konur til jafns við karla taki þátt í störfum sveitarstjórna.·    Að ráðuneytið boði til samráðs með forystufólki úr stjórnmálaflokkunum til að hvetja til jafnræðis meðal kynjanna í efstu sætum framboðslista·    Haldin verði námskeið á vegum ráðuneytisins fyrir konur um þátttöku í sveitarstjórnarstarfi.·    Að ráðuneytið kanni starfsumhverfi og starfskjör kjörinna fulltrúa og meti með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum. Þá bendir starfhópurinn á þann möguleika að ekki verði heimilt að setja fram framboðslista nema jafnt hlutfall sé milli kynja. Víðtækt samstarfÞetta eru allt áhugaverðar hugmyndir og hef ég þegar ákveðið að hefja í samstarfi við önnur ráðuneyti, Jafnréttisstofu og Samband íslenskra sveitarfélaga vinnu við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd eða skapa vettvang fyrir frekari umræðu. Mikilvægt er að allir stjórnmálaflokkar og pólitísk samtök komi að þessu mikilvæga verkefni því reynslan sýnir að það eru fyrst og fremst þeir eða öllu heldur þær leikreglur sem unnið er eftir innan þeirra sem hafa úrslitaþýðingu um það hvort okkur tekst að ná árangri á þessu sviði eða ekki. Ég hef þegar óskað eftir fundi með formönnum og framkvæmdastjórum stjórnmálaflokkanna um þessi málefni og mun þar kalla eftir samstöðu um þær aðgerðir sem við teljum nauðsynlegar til að ná árangri á sviði jafnréttismála við næstu sveitarstjórnarkosningar. Það mun, ásamt öðrum góðum jafnréttisáherslum, tryggja okkur fyrsta sætið á jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins næstu árin. Ég vil að lokum lýsa mig sammála starfshópnum þegar hann segir að mikilvæg forsenda lýðræðis sé sú að karlar og konur taki jafnan þátt í mótun samfélagsins. Ákvarðanir sveitarstjórna hafa mikil áhrif og þær móta allt okkar daglegt líf. Færa má rök fyrir því að það halli á lýðræðið ef við gætum þess ekki að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna í sveitarstjórnum. Við höfum sameiginlega verk að vinna á þessum vettvangi og náum meiri árangri ef við leggjum saman kraftana. Við höfum öll hugmyndir og þess vegna getum við aukið hlut kvenna í sveitarstjórnum á Íslandi.“ ----------- Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra   

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.