VG með aukið fylgi í NA á kostnað Framsóknar

Fylgi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups, aðallega á kostnað Framsóknarflokksins. Capacent Gallup mælir fyrir Fréttastofu Ríkisútvarpsins vikulega fylgi við stjórnmálaflokkana og sagði svæðisútvarpið frá þessu í fréttum sínum í gær.

kosningar.jpg

Samkvæmt nýjustu könnuninni sveiflast fylgið milli flokka frá viku til viku. Þessi nýja könnun styðst við svör fólks dagana 18 til 31 mars , en fyrri könnun var gerð dagana 4 til 17 mars. Fylgi Vinstri grænna mælist nú 35,4 prósent í Norðausturkjördæmi, en í síðustu könnun var fylgi flokksins 28,2 prósent. Flokkurinn hefur með öðrum orðum bætt við sig 7,2 prósentustigum. Hinir þrír stóru flokkarnir tapa. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 21,7 prósent , flokkurinn tapar 5,8 prósentustigum frá síðustu könnun. Samfylkingin tapar 3,2 prósentustigum, fylgið mælist nú vera 21,3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur prósentustigum , fylgi flokksins nú er 15,8 prósent. Borgarahreyfingin fengi þriggja prósenta fylgi, væri kosið í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar