Versnandi veður í fjórðungnum

Vegfarendur eru beðnir um að afla upplýsinga um færð áður en lagt er upp, því nú er færð tekin að spillast í fjórðungnum. Þar sem fært er, segir Vegagerðin vera krapa eða snjóþekju og mjög hált er með ströndinni. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s í nótt og fram eftir degi á morgun, hvassast við norður- og austurströndina. Talsverð snjókoma, einkum á N- og NA-landi, en þurrt að mestu sunnan heiða. Minnkandi norðanátt seint á morgun og dregur úr ofankomu. Frost 0 til 10 stig.

97339_63_preview.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.