Skip to main content

Verkalýðsbarátta fái hljómgrunn

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.01. maí 2009

Fyrsti maí er helgaður baráttu verkafólks um heim allan fyrir mannsæmandi kjörum. Íslenskur verkalýður hefur ætíð átt á brattann að sækja og þrátt fyrir að við búum í landi velferðar og höfum það snöggtum betra hér en meirihluti mannkyns, er margur verkamaðurinn bláfátækur og berst í bökkum hvern einasta dag. Ísland er nú aftur orðið land misskiptingar og er það miður. Hverjir ættu að geta stýrt fram hjá slíkri ógæfu, ef ekki okkar litla þjóðarskúta, þar sem flest ætti að vera höndlanlegt? Það er að segja ef skynsemi og jöfnuður er leiðarhnoð þeirra sem stýra og móta framtíðarmarkmið til handa okkar litla landi. hanski.jpg

 

 

Við eigum enn furðanlega langt í land. Barátta verkafólks fyrir bættum kjörum er brýn og á að njóta virðingar og athygli alls staðar í samfélagi okkar.

Gleðilegan 1. maí.

Steinunn Ásmundsdóttir