Vel heppnað öldungablak

Öldungamóti í blaki 2009 er nú lokið og liðin 108 sem þátt tóku ásamt fylgifiskum tygja sig brátt til heimferðar. Þrotlaust hefur verið spilað frá því á fimmtudag, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, í Fellabæ og Brúarási og þykir mótið hafa farið hið besta fram.

steingrmur_j.jpg

 

Í gærkvöld voru mikil blakhátíðarhöld í Herðubreið á Seyðisfirði þar sem blakfólk snæddi dýrindismáltíð framreidda af Hótel Öldunni. Allt var undir formerkjum áttunda áratugarins og fjölmörg skemmtiatriði og dansað fram á nótt.

 

Á annað þúsund manns tóku þátt í mótinu, ýmist sem spilarar eða meðreiðarsveinar. Líflegt hefur því verið á götum Seyðisfjarðar og Egilsstaða þessa daga og fjörugt í verslunum. Sem dæmi má nefna að íþróttaskór á góðu verði í Samkaupum seldust upp og var ösinni líkt við erilinn rétt fyrir jól.

 Myndir frá mótinu eru væntanlegar á vefinn innan skamms. 

Upplýsingar um úrslit leikja eru á www.blak.is og www.oldungamot.net/

    

Mynd: Steingrímur J. Sigfússon er einn af öldungablökurum landsins og fastagestur á Öldungamótum. Hann lætur ekki ríkistjórnarmyndum og aðrar annir aftra sér frá þátttöku./oldungamot.net/

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar