Vegfarendur sýni aðgæslu

Snjókoma eða éljagangur er á norðan- og austanverðu landinu, en annars bjart með köflum. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn. Norðan og norðvestan 5-13 og víða dálítil él á morgun. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur og þungfært um Mývatnsöræfi. Á Austurlandi er hálka á öllum vegum og snjóþekja. Þæfingsfærð er á Vopnafjarðarheiði. Skafrenningur og hálka er á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði, skafrenningur og hálka á Fagradal Ófært er um Breiðdalsheiði og snjór og hálka á Vatnsskarði.

veur_net.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.