Unnið að samþykkt erlendra krafna

Vel hefur gengið að fá innlenda kröfuhafa til að samþykkja kröfur lífeyrissjóðsins Stapa í bú Straums Burðaráss. Unnið er að því að fá samþykki erlendra kröfuhafa.

 

Vegna mistaka lögmannsstofu gleymdist að lýsa fjögurra milljarða króna kröfu Stapa í bú Straums. Síðan hefur verið unnið að því að fá samþykki kröfuhafa.
Í tilkynningu frá sjóðnum segir að jákvætt vilyrði hafi fengist frá mörgum íslenskum kröfuhöfum en formlegt samþykki liggi ekki enn fyrir. Sjóðurinn hefur fengið erlenda lögmannsstofu og ráðgjafa til að afla samþykkis erlendu kröfuhafanna. Það tekur lengri tíma enda um stórar stofnanir að ræða en ljóst að samþykki stærstu erlendu kröfuhafanna þarf til að krafa Straums verði samþykkt.
Í upphafi var reiknað með að 2-3 vikur þyrfti í allt verkið en sá tími er lengri. Kröfunni þarf að koma í gegn áður en frumvarp um nauðasamninga verður lagt fram. Það dregst þar sem nokkur mál þarf að útkljá fyrir dómstólum. Ekki er talið að frumvarpið verði lagt fram fyrr en í fyrsta lagi í nóvember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.