Unglingalandsmótið austur 2011

Unglingalandsmót UMFÍ árið 2011 verður haldið á Fljótsdalshéraði í umsjón UÍA. Þetta var tilkynnt við setningarathöfn Unglingalandsmótsins sem haldið er á Sauðárkróki um helgina í gærkvöldi. Keppendur eru um 1600 og er mótið það fjölmennasta til þessa.

 

Flestir eru skráðir í knattspyrnu en þar getur hver sem er mætt og er raðað niður í lið á staðnum. Næst flestar skráningar eru í frjálsum íþróttum og körfuknattleik. Að auki er keppt í glímu, golfi, hestaíþróttum, skák, sundi og mótorkrossi.  Keppt er í öllum greinunum, nema mótorkrossinu, í dag.

Forsetahjónin eru meðal gesta mótsins. Þau voru viðstödd setningarathöfnina í gær og fylgjast með keppni á mótinu í dag.

Við setningarathöfnina í gær var tilkynnt að sveitarfélagið Fljótsdalshérað og UÍA hýsi Unglingalandsmótið 2011 á Egilsstöðum. HSÞ og Langanesbyggð og UÍÓ og Fjallabyggð sóttu einnig um mótið. Að ári verður það haldið á Grundarfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.