Þungatakmarkanir á vegum á Austurlandi

Færð á Austurlandi er nú víðast hvar sæmileg, nema á fjallvegum, þar sem er hálka og hálkublettir. Að mestu autt með ströndinni. Öxi og Hellisheiði eru ófærar og mikil hálka á Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Suðausturlandi er greiðfært.

Þungatakmarkanir hafa verið auknar á Austurlandi:

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirtöldum vegum á Austurlandi:

Suðurfjarðavegur frá Vattarnesvegi í botni Fáskrúðsfjarðar að Hringvegi í Breiðdal. Hringvegur frá Suðarfjarðavegi í Breiðdal að Höfn.

  

Veðurspá gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 3-10 m/s, en 10-15 NV-lands fram eftir degi. Skúrir, en él norðvestantil á landinu. Úrkomulítið NA-lands síðdegis og víðast hvar í nótt. Vaxandi sunnan- og suðaustanátt á morgun og léttskyjað eða skýjað með köflum, en 10-18 og rigning SV-lands síðdegis. Annars hægari og þurrt. Hiti 0 til 6 stig, en um frostmark norðan til síðdegis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar