Tveir vinnustaðasálfræðingar ræða við starfsfólk HSA

Vinnustaðasálfræðingarnir Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Einar Gylfi Jónsson eru nú að tilhlutan heilbrigðisráðuneytis á Austurlandi til að kanna stöðu mála hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA. Fjarðabyggð ályktaði fyrir skömmu um að gera þyrfti hlutlausa úttekt á heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og eru þetta viðbrögð ráðuneytisins við ályktuninni. Þórkatla og Einar Gylfi ræða í þessari fyrstu lotu m.a. við lykilstarfsmenn HSA til að fá mynd af því sem verið hefur í gangi innan vébanda stofnunarinnar, þ.á.m. vegna mála yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar.

hsa.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.