Tveir toppleikir

Höttur og Fjarðabyggð spiluðu bæði í kvöld leiki sem voru bráðskemmtilegir fyrir hlutlausa áhorfendur. Leikirnir voru erfiðari fyir aðstandendur liðanna og þau sjálf.

 

ImageFjarðabyggð gerði 1-1 jafntefli við Hauka, en fyrir leikinn voru liðin í 2. og 3. sæti 1. deildar karla. Haukar komust yfir með skallamarki eftir sjö mínuna leik. Eftir það tóku Fjarðabyggð völdin á vellinum og fengu töluvert af dauðafærum sem þeim tókst ekki að nýta. Skýfall varð um miðjan hálfleikinn og gekk leikmönnum illa að fóta sig á meðan því stóð. Það kostaði Fjarðabyggð nokkur færi. Þrátt fyrir rigninguna tókst Högna Helgasyni að hnoða boltanum inn eftir sendingu á 38. mínútu. Í seinni hálfleik átti Fjarðabyggð heldur opnari færi. Það besta var þegar Haukur Ingvar Sigurbergsson nelgdi boltanum í þverslána. Högni kastaði sér fram til að skalla boltann í markið en handboltamarkvarsla markvarðar Hauka kom í veg fyrir mark. Einn gestanna var rekinn út af undir lokin vegna tveggja gulra spjalda. Staða liðanna í deildinni er óbreytt.

ImageÁ Fellavelli voru níu mörk skoruð þegar Höttur tapaði 4-5 fyrir Magna frá Grenivík. Gestirnir komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik en fyrst jafnaði fyrirliðinn Stefán Þór Eyjólfsson með langskoti og síðan Vilmar Freyr Sævarsson. Stefán kom Hetti yfir í byrjun seinni hálfleiks með marki úr víti sem dæmd eftir að bakvörður Magna hékk í Jóhanni Klausen. Grenivíkurliðið svaraði fyrir sig með þremur skallamörkumeftir aukaspyrnur. Garðar Már Grétarsson minnkaði muninn fyrir Hött með skallamarki en nær komust heimamenn ekki. Þeir voru æfir yfir að fá ekki vítaspyrnu þegar Vilmar Freyr Sævarsson féll í teignum þegar hann ætlaði sér á milli tveggja Magnamanna en dómari leiksins spjaldaði Vilmar fyrri leikaraskap.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.