Útsendingar svæðisstöðva á Norðurlandi og Austurlandi sameinaðar

Ákveðið hefur verið að sameina útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á Norðurlandi og Austurlandi. Nýr frétta- og dægurmálaþáttur hefur göngu sína þriðjudaginn 24. nóvember, sendur út á svæðinu frá Hrútafirði til Hornafjarðar. Útsendingin lengist frá því sem nú er og verður frá kl. 17:20 til 18:00, mánudaga til föstudaga. Það þýðir að nú bætast mánudagar við svæðisútsendingar á Austurlandi.

ruv1.jpg

Í tilkynningu frá Óðni Jónssyni fréttastjóra Ríkisútvarpsins segir að á Akureyri og Egilsstöðum starfi öflugur hópur af reyndu fólki, fimm fréttamenn, auk tæknimanna og svæðisstjóra. ,,Með sameiningu eru lagðir saman þessir kraftar og um leið næst fram betri nýting á mannskap og meiri yfirferð á svæðinu öllu. Þetta gefur um leið meira svigrúm til ítarlegri fréttaumfjöllunar, auk þess sem sameining eykur möguleikann á að þau svæði sem liggja fjærst svæðisstöðvunum tveimur fái aukna athygli.

Jafnhliða sameiningu svæðisútsendinga á Norður- og Austurlandi hefur göngu sína nýr fréttatími  kl. 11 á morgnana á Rás2. Fréttirnar verða sagðar frá Akureyri og lögð áhersla á fréttir frá öllum svæðisstöðvum Ríkisútvarpsins og fréttariturum um land allt. Þessum nýja fréttatíma er ætlað að undirstrika mikilvægi fréttaöflunar á landsbyggðinni, en er um leið skref í þá átt að sérvinna fréttir fyrir Rás 2," segir í tilkynningunni frá RÚV.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.