Skip to main content

Toyota áfram á Austurlandi

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.01. júní 2009

Markús Eyþórsson og Benedikt Hermannsson á Egilsstöðum hafa keypt rekstur Toyota á Austurlandi og verða, undir nafninu Bílaverkstæði Austurlands, með viðgerðarverkstæði og sölu á notuðum bílum. Fram kom í Austurglugganum í síðustu viku að aðeins ein bílasala væri nú á svæðinu frá Selfossi til Akureyrar, en sama dag og blaðið var prentað var gengið frá samningi um kaupin á Toyota á Austurlandi og því eru bílasölurnar tvær.

toyota2.jpg

Markús segir þá félaga hafa keypt rekstur, lager og verkfæri og gert samning við Toyota til fimm ára. Þeir leigja nú húsnæðið sem Toyota á Austurlandi var í áður.

toyota.jpg