Skip to main content

Til fundar við Jökul og Drífanda

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.06. apríl 2009

Karlakór Akureyrar-Geysir (KAG) heldur í söngferð um Austurland eftir páska og slæst þar í för með félögum sínum á Hornafirði og Héraði. Í tilkynningu segir að föstudaginn 17. apríl sameinist KAG og Karlakórinn Jökull á Hornafirði og enda þeir daginn á tónleikum í Hafnarkirkju. Laugardaginn 18. apríl halda Akureyringarnir til Héraðs og sameinast þar Karlakórnum Drífanda og halda tónleika með þeim í Egilsstaðakirkju á laugardagskvöld.

kag_vefur.jpg

 

Þó langt sé á milli þessara þriggja karlakóra, landfræðilega séð, þá eiga þeir ýmislegt sameiginlegt. Til dæmis eru í Karlakór Akureyrar-Geysi, félagar sem bæði hafa sungið með Karlakórnum Drífanda og Karlakórnum Jökli.