Tarfur felldur um kaffileytið
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 16. júlí 2009
Hreindýraveiðar hófust í gær og fyrstu fréttir af veiði voru af tarfi sem felldur var í landi Þuríðarstaða í Fljótsdal um kaffileytið í gær. Þá var tarfur skotinn í Skriðdal nokkru síðar og annar í Hjaltastaðarþinghánni snemma í gærkvöld. Jóhann G. Gunnarsson hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar telur að þrettán veiðimenn hafi verið við veiðar í gær. Veður til veiða er heldur önugt í dag, rigning, vindur, um tíu stiga hiti og skyggni takmarkað. Veiðimenn láta það þó væntanlega ekki aftra sér frá að halda galvaskir til veiða.
---
Úr myndasafni Austurgluggans.