Stormviðvörun við austurströndina

Enn er vont veður til fjalla á Austurlandi og ekkert ferðaveður. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar má búast við að vegir verði ófærir eftir að þjónustu líkur í kvöld. Í fjórðungnum er mikil ófærð, stórhríð og skafrenningur. Um kl. hálftíu í kvöld var þæfingsfærð á Fagradal, á Oddsskarði og með ströndinni. Veðurstofan varar við stormi við austurströndina sem gangi ekki yfir fyrr en á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.