Skip to main content

Stofna á hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.19. júní 2009

Á sunnudag verða stofnuð hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs, undir nafninu Vinir Vatnajökuls. Fer stofnun þeirra fram á fundi í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands kl. 14. Meðal framsögumanna verða Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir. Tilgangur Vina Vatnajökuls verður að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar‐ og fræðslustarf er stuðli að því að sem flestir geti notið þeirra náttúrufyrirbæra og þeirrar sögu sem þjóðgarðurinn hefur að geyma.

icelang4.jpg

Á sunnudag verða stofnuð hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs, undir nafninu Vinir Vatnajökuls. Fer stofnun þeirra fram á fundi í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands kl. 14. Meðal framsögumanna verða Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs og Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir. Tilgangur Vina Vatnajökuls verður að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar‐ og fræðslustarf er stuðli að því að sem flestir geti notið þeirra náttúrufyrirbæra og þeirrar sögu sem þjóðgarðurinn hefur að geyma.

icelang4.jpg