Skip to main content

Starfsmaður ráðinn til Matvælamiðstöðvar Austurlands

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.18. desember 2009

Matís hefur ráðið Hrund Erlu Guðmundsdóttur til starfa hjá Matvælamiðstöð Austurlands (MMA) en hún hóf störf í byrjun nóvember.  Hrund útskrifaðist með BS próf frá Matvælafræðiskori Háskóla Íslands 2003.  Hún starfaði hjá Actavis á árunum 2005-2009 og Vífilfelli 2002-2005.  Hrund er ráðin sem verkefnastjóri hjá Matís og mun sjá um verkefni MMA í samvinnu við samstarfsaðila verkefnisins, sem eru Þróunarfélag Austurlands, mjólkurframleiðendur á Héraði, Búnaðarsamband Austurlands, Auðhumla, sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Matís.

Stefnt er að  því að Matvælamiðstöðin verð formlega opnuð í janúar.