Stapamenn útiloka engar framkvæmdir

Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Stapa, segir Lífeyrissjóðina tilbúna að skoða fjármögnun sérstakra framkvæmda. Engin sérstök verkefni hafi enn verið skoðuð og því ekki afstaða tekin til þeirra.

 

vegaframkv_web.jpgNýverið var greint frá því í fréttum að Stapi hefði ekki lofast til að fjármagna gerð Vaðlaheiðarganga, líkt og haft var eftir samgöngumálaráðherra. Kári þýðir þetta samt ekki þýða að sjóðurinn vilji ekki fjármagna neinar framkvæmdir. Málið sé einfaldlega enn á hugmyndastigi.
„Við höfum enga afstöðu tekið til fjármögnunar á neinum framkvæmdum, hvorki vegna Vaðlaheiðarganga eða annarra framkvæmda, einfaldlega vegna þess að það er ekkert til að taka afstöðu til enn þá. Engin útboð á fjármögnun hafa farið fram enn og það verður ekki fyrr en slíkt gerist sem það kemur til okkar kasta að taka ákvörðun.“

Hann útilokar ekki að Stapi komi að Vaðlaheiðargöngum verði forsendur ásættanlegar. „Ég geri ráð fyrir jákvæðri afstöðu okkar almennt til slíkra verkefna, enda verði kjör og tryggingar með ásættanlegum hætti. Það á enn eftir að koma í ljós.“

Í nýjustu Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar ritar vegamálastjóri að aðkoma lífeyrissjóðanna að stærri verkefnum sé rædd.

Stapi varð til við sameiningu Lífeyrissjóða Norður- og Austurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.