SSA ályktar vegna heilbrigðisþjónustu

Framkvæmdaráðs Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði á fundi sínum 23. mars. sl. um rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og sendi ráðherra heilbrigðismála:  ,,Eftir ágætan fund með þér heilbrigðisráðherra á Egilsstöðum 10. mars sl og síðan fund framkvæmdaráðs SSA með framkvæmdastjóra HSA 23. mars hafa málin eðlilega verið rædd hér heimafyrir. Þungi er allnokkur í umræðunni.  Það er krafa samfélagsins hér á Austurlandi að grunnþjónustan verði varin og hún ekki skert.

ssa.jpg

Þjónustu, við  jaðarbyggðirnar sumar  sem hafa þurft að sætta sig við lakari heilbrigðisþjónustu á ekki og má ekki skerða  ennfrekar. Að  fella t.d. niður heimsóknar tíma læknis á  Borgarfjörð eystri er dæmi um rangláta ákvörðun sem  ber að afturkalla.Svona lagað gerum við ekki “okkar minnstu bræðrum” ,segir einhversstaðar Í ljósi þess að ráðherra hefur nú þegar  endurskoðað t.d suðvestanlands sumar þær aðgerðir sem fara átti í til sparnaðar en  voru umdeilanlegar treystum við því að íbúar á Borgarfirði fái sína læknisheimsóknir eins og verið hefur. Góðar kveðjur frá SSA og Austurlandi : Þorvaldur Jóhannsson framkvæmdastjóri.“

 

 

Seyðisfirði 25. mars 2009.

Heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson

Heilbrigðisráðuneytinu  Reykjavík 

 

Framkvæmdastjóri HSA Einar R. Haraldsson

Heilbrigðisstofnun Austurlands  Fjarðabyggð

 

Rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands.(HSA)

 

Eftir fund heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjóra HSA með m.a. sveitarstjórnarmönnum á Egilsstöðum 10.  mars sl.   þar sem farið var yfir rekstur HSA , fjárvöntun og fyrirliggjandi niðurskurð / sparnað með vísan til yfirstandandi fjárlagafrumvarps ríkisins ,var framkvæmdastjóri Einar R. Haraldsson  mættur á fund framkvæmdaráðs SSA 23. mars sl.  þar sem farið var yfir verkefnið og þjónustu HSA í landshlutanum. 

Að lokinni yfirferð var svohljóðandi ályktun gerð.      

“Framkvæmdaráð SSA  fjallaði á fundi sínum 23. mars 2009 um málefni HSA (Heilbrigðisstofnunar Austurlands) og þær ráðstafanir, sem  stofnunin er að vinna að til að gera henni kleift að sinna hlutverki sínu með hliðsjón af þeim fjármunum, sem henni eru afmarkaðir skv. fjárlögum.

Fyrir liggur, að í öllum byggðarlögum á starfssvæði SSA verður samdráttur í starfsemi HSA og ljóst, að minni þjónusta verður á næstunni á vegum stofnunarinnar, enda mun - að óbreyttum fjárheimildum - þurfa að lækka rekstrarkostnaðinn um 150 millj. króna á árgrundvelli til að ná endum saman.

Framkvæmdaráð SSA gerir sér grein fyrir því að ofangreindu markmiði verður ekki náð, án þess að þess sjái stað í umsvifum HSA, en heitir á  forsvarsmenn stofnunarinnar að tryggja , að sem allra- minnst skerðing verði á grunnþjónustu við íbúa fjórðungsins og að ekki verði lagðar af neinar stofnanir, sem undir HSA heyra.

 

Núverandi heilbrigðisráðherra og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar eru minntir á hið háleita markmið að verja skuli "velferðarkerfið" og eru heilbrigðisyfirvöld hvött til þess að tryggja að aðgangur íbúanna að fullkominni heilbrigðisþjónustu verði í engu skertur.

 

Jafnframt hvetur framkvæmdaráð SSA stjórnmálaöfl, sem bjóða munu fram í Alþingiskosningum 25. apríl n.k., að setja m.a. fram á skýran hátt  hvernig  þau ætli að tryggja að íslenska heilbrigðiskerfið verði áfram eitt hið fullkomnasta í heimi.”

 Framaritað tilkynnst hér með.

Virðingarfyllst

f.h. framkvæmdaráðs SSA

Þorvaldur Jóhannsson

framkvæmdastjóri

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.