Skip to main content

Skólastarf að hefjast

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.24. ágúst 2009

Grunnskólar Austurlands verða settir í vikunni og opna þá dyr sínar fyrir á fimmtánda hundrað börnum og unglingum. Þar af eru um 125 börn að byrja í 1. bekk. Í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands hefja samtals um 530 nemendur nám í dagskóla.

nemendur.jpg

Verkmenntaskóli Austurlands var settur á fimmtudag og kennsla hófst samkvæmt stundaskrá á föstudag. 221 nemandi er skráður í dagskóla og skólinn sér einnig um kennslu í starfsendurhæfingu og raunfærnimati. Menntaskólinn á Egilsstöðum var settur fyrr í dag og formleg kennsla hefst á morgun. Þar byrja nú 305 nemendur nám í dagskóla og að auki eru nú þegar um 50 nemar innritaðir í fjarnám og einhverjir í kvöldskóla.