Skólastarf að hefjast

Grunnskólar Austurlands verða settir í vikunni og opna þá dyr sínar fyrir á fimmtánda hundrað börnum og unglingum. Þar af eru um 125 börn að byrja í 1. bekk. Í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands hefja samtals um 530 nemendur nám í dagskóla.

nemendur.jpg

Verkmenntaskóli Austurlands var settur á fimmtudag og kennsla hófst samkvæmt stundaskrá á föstudag. 221 nemandi er skráður í dagskóla og skólinn sér einnig um kennslu í starfsendurhæfingu og raunfærnimati. Menntaskólinn á Egilsstöðum var settur fyrr í dag og formleg kennsla hefst á morgun. Þar byrja nú 305 nemendur nám í dagskóla og að auki eru nú þegar um 50 nemar innritaðir í fjarnám og einhverjir í kvöldskóla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.