Skip to main content

Þrír dagar eftir af hreindýraveiðitímabilinu

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.13. september 2009

Nú eru einungis þrír dagar eftir af hreindýraveiðitímabilnu. Þessa helgi ber vel í veiði því veður er með eindæmum gott á Austurlandi og margir veiðihópar á ferð. Tekist hefur að veiða allt eða svo til allt upp í kvóta á svæðum 3 og 5, eitthvað er eftir af kúm á svæði 1-2 og meira á svæðum þegar sunnar dregur. Forvitnilegt verður að sjá hvort náðst hefur að veiða upp í kvóta ársins, 1333 dýr, þegar niðurstöður liggja fyrir um miðja viku.

agl_vefur.jpg

-

Mynd: Veiðimaður miðar á hjörð á Fljótsdalsheiði í blíðviðri gærdagsins./SÁ