Ríflega fimmtíu keppendur á Landsmóti

Ríflega fimmtíu keppendur í þrettán greinum eru undir merkjum UÍA á Landsmóti UMFÍ sem fram fer á Akureyri um helgina.

ImageÞeir fyrstu mættu norður á miðvikudag en skotíþróttamenn, úr Skotfélaginu Dreka, Eskfirði, voru fyrstir UÍA keppendanna í keppni í gær. Blakkonur fylgdu í kjölfarið. Keppendur voru að týnast á svæðið í gær en keppnin hefst á fullu í dag og nær hápunkti á morgun þegar meðal annars verður keppt í starfsíþróttum. Margir kunnir íþróttamenn eru á mótinu – og reyndar einnig einstaklingar sem þekktir eru fyrir annað þar sem þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Kristján Þór Júlíusson verða meðal keppenda í starfshlaupi. Á móti þeim verður Sigurður Aðalsteinsson, fyrrverandi ritstjóri Austurgluggans. Guðmundur Hallgrímsson keppir líka í hlaupinu, en hann er aldursforseti hópsins, 73ja ára að aldri. Til viðbótar við keppendurna er á Landsmótinu danshópurinn Nípan úr Neskaupstað og boccialið sem eru í flokki eldri ungmennafélaga. Setningarathöfn mótsins verður í kvöld.

Keppendur UÍA:

Blak kvenna:
Hjördís Marta Óskarsdóttir, liðsstjóri

Borðtennis:
Einar Hróbjartur Jónsson

Bridds:
Björn Hafþór Guðmundsson
Einar Hólm Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Jónas Eggert Ólafsson
Magnús Björn Ásgrímsson
Pálmi Kristmannsson

Frjálsar íþróttir:
Einar Hróbjartur Jónsson
Lovísa Hreinsdóttir

Glíma:
Snær Seljan Þóroddsson
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson
Hjalti Þórarinn Ásmundsson
Magnús Karl Ásmundsson
Laufey Frímannsdóttir

Knattspyrna karla:
Ásgrímur Ingi Arngrímsson, liðsstjóri.
Úrvalslið úr Launaflsbikarnum.

Knattspyrna kvenna:
Jóhann Valgeir Davíðsson, liðsstjóri.
Leikmenn úr Fjarðabyggð/Leikni.

Körfuknattleikur:
Hannibal Guðmundsson, liðsstjóri.
Körfuknattleiksmenn úr Hetti.

Skotíþróttir:
Helgi Rafnsson
Hjálmar Gísli Rafnsson
Erna Rafnsdóttir
Hrönn Reynisdóttir

Stafsetning:
Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA
Þorvaldur P. Hjarðar

Starfshlaup:
Guðmundur Hallgrímsson
Sigurður Aðalsteinsson

Gróðursetning:
Arnar Hlöðver Sigbjörnsson
Ólafur Sigfús Björnsson (sigurvegari seinasta Landsmóts 2007)
Sigfús Ingi Víkingsson

Skák:
Albert Geirsson
Bjarni Jens Kristinsson
Magnús Valgeirsson
Sverrir Gestsson
Viðar Jónsson

Plöntugreining:
Vigfús Ingvar Ingvarsson
Þorsteinn Bergsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.