Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík

Í kvöld verður sýndur fyrri þáttur af tveimur af Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

 

ImageFlugmennirnir Árni Árnason og Snorri Bjarnvin Jónsson heimsóttu Austurland í síðustu viku og fóru víða. Þeir heimsóttu meðal annars Seyðisfjörð, Fjarðabyggð og Fljótsdal, auk Egilsstaða sjálfra, á þeim sólarhring sem þeir dvöldust eystra. Þættirnir eru gerðir í samvinnu við Flugfélag Íslands.
Þátturinn í kvöld verður sýndur klukkan 21:00. ÍNN næst í gegnum ADSL sjónvarp og Digital Íslands auk þess sem hægt er að sjá þáttinn á www.inntv.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar