Páskablað Austurgluggans komið út

Austurglugginn er eins og ævinlega hlaðinn forvitnilegu efni. Auk frétta og páskatengds efnis eru í blaðinu viðtöl við eigendur nokkurra dýrindis hunda og umfjöllun um Hundaklúbb Austurlands. Ár stjörnufræðinnar er kynnt og fjallað um stjörnuathuganir á Íslandi frá öndverðu. Aðsendar greinar fjalla, ekki alls óvænt, um stjórnmál og uppskriftir matgæðings vikunnar eru afar kræsilegar. Síðast, en ekki síst, er brýning til frambjóðenda til Alþingiskosninga um að huga betur að Austurlandi. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum fjórðungsins.

agl_kominn_t_2.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.