Nýtt þorp á Austurlandi

Nú í vikunni stendur yfir kynning á hönnunar og nýsköpunarverkefninu Þorpinu – skapandi samfélagi á Austurlandi. Í gærkvöld var önnur kynning af tveimur og hin síðari verður í kvöld í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Blásið verður svo til málþings á Eiðum nú á fimmtudagskvöld.  Meginhugmynd Þorpsins er atvinnusköpun á sviði hönnunar og framleiðslu á nytjahlutum.

gamla_trsmijan_vefur.jpg

Verkefninu er ýtt úr vör af stoðstofnunum  á Austurlandi þ.e. Menningarráði  Austurlands, Þróunarfélags Austurlands og Þekkingarneti Austurlands  í samstarfi við Fljótsdalshérað.

Þorpið er tilraunaverkefni til eins árs til og er ætlunin að byggja upp skapandi samfélag á Austurlandi á sviði  hönnunar og handverks.  Þorpið verður í samstarfi við fjölmarga aðila á Austurlandi um mismunandi verkefni sem öll lúta að því að skapa atvinnu á sviði hönnunar og framleiðslu á nytjahlutum.  Verkefnið er  öflugur klasi þar sem samnýting fjármuna og mannauðs fer saman.  Á málþinginu á Eiðum verða margir spennandi fyrirlesarar  m.a. Martina Lindberg frá  Finnlandi en hún mun kynna uppbyggingu á listamannasamfélagi í Fiskars í Finnlandi.  Einnig munu framkvæmdastjórar Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Hugmyndahúss Háskólanna flytja fyrirlestra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.