Nýsköpunarmiðstöð opnar á Austurlandi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur opnað starfsstöð í Miðvangi 2 - 4 á Egilsstöðum sem ætlað er að efla nýsköpun og styðja við atvinnulíf allt frá Vopnafirði til Djúpavogs. Í tilefni af því verður opið hús í Kaffihúsinu á Eskifirði 29. september frá kl 12:00 - 13:30 þar sem kynnt verður starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar.

nsk0punarmist.jpg

Dagskrá:

- Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar fjallar um nýsköpun á Austurlandi.

- Berglind Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð segir frá starfseminni.

- Bjarni Ellert Ísleifsson verkefnisstjóri segir frá helstu verkefnum starfsstöðvarinnar á Austurlandi.

- Eyjólfur Pálsson í Epal segir frá áhugaverðu samstarfsverkefni.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.