Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga vikunnar er svo dæmi sé nefnt fjallað um Seyðfirðinginn Garðar Eymundsson, sem opnar á morgun sýningu blýantsteikninga af fjallahring Seyðisfjarðar í Skaftfelli. Þá er opnuumfjöllun um Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað; hvernig sjúkrahúsinu gengur að fóta sig í kjölfar þensluskeiðs vegna uppbyggingar virkjunar og stóriðju á Austurlandi, um ný tæki sem gefin eru af heimafólki og vöxt og viðgang fæðingardeildar. Þetta og margt fleira í nýjum Austurglugga, sem fæst á betri blaðsölustöðum.

krakkar__snj.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar