Milljarða kröfulýsing gleymdist

Krafa Lífeyrissjóðsins Stapa vegna nauðasamninga Straums-Burðaráss barst of seint. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða hjá Lögmannsstofunni ehf. vegna misskilnings á auglýsingu um kröfulýsingarfrestinn. Lögmannsstofan fer með málið fyrir hönd sjóðsins eins og mörg fleiri.

 

ImageKrafa sjóðsins er sögð nema um fjórum milljónum króna, en fari allt á versta veg gæti hún rýst ávöxtun hans um 2-4%. Sjóðurinn þarf samþykki annarra kröfuhafa fyrir að koma sinni kröfu að og er vinna við það hafin. „Vonast er til að hún skili jákvæðri niðurstöðu þannig að umrædd mistök valdi sjóðnum ekki tjóni. Hefð er fyrir því hér á landi að taka tillit til atvika sem þessara sem augljóslega eru til komin vegna mannlegra mistaka, en samþykkt kröfunnar mun hafa mjög óveruleg áhrif á hag annarra kröfuhafa. Tímarnir eru hins vegar óvenjulegir og því ekki á vísan að róa í þessu efni.“ Það ferli kann að taka nokkrar vikur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.