ME tapaði fyrir MR í Gettu betur
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 13. mars 2010
Lið Mentaskólans á Egilsstöðum tapaði fyrir liði Menntaskólans í Reykjavík í undanúrslitum spurningakeppninnar Gettu betur fyrr í kvöld.
Lokastaðan var 34 stig MR gegn 22 stigum ME. Segja má að keppnin tapaðist hjá ME strax í hraðaspurningunum en staðan eftir þær var 10 stig ME gegn 20 stigum MR. Eftir það náði ME sér aldrei almennilega á strik, þó munurinn ykist ekki nema um tvö stig.