ME í sjónvarpið

Mennaskólinn á Egilsstöðum tryggði sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Liðið lagði lið Menntaskólans á Ísafirði í gríðarlega spennandi keppni, 16-14. Menntskælingar gátu ekki dulið hamingju sína eftir keppnina.

ME liðið, skipað Arnari Jóni Guðmundssyni, Urði Maríu Sigurðardóttur og Hrólfi Eyjólfssyni, var yfir eftir hraðaspurningar 12-9. Ísfirðingar sóttu þá á, minnkuðu muninn í 12-11 og jöfnuðu í 14-14. ME tók þá seinustu bjölluspurninguna, um finnska arkitektinn Alvar Alto og síðan tóndæmi úr hinni íslensku uppfærslu á Evítu.

Mikill fögnuður braust út í útsendingarstofu RÚVAust þegar rétt var gefið fyrir tóndæmið. „Ég beit í höndina á mér til að öskra ekki. Ég veit ekki alveg hvað ég er búinn að vera að gera síðan klukkan átta í kvöld,“ sagði Hrólfur í samtali við Austurgluggann. Urður, fyrirliði, segist hafa verið lengur að taka við sér. „Ég fattaði ekki strax hvað þetta þýddi. Þetta tók tíma að síast inn. Ég horfði endalaust á Evítu þegar ég var lítil. Ég skildi ekki söguna þannig ég lærði lögin vel. Það er æðislegt að komast áfram. Ég var í varaliðinu fyrir tveimur árum og mér fannst æðislegt þegar þau sem voru í liðinu komust í sjónvarpið - en þetta er bara snilld.“

Hlustið á keppnina hér á vef ruv.is. (Keppnin var seinust í kvöld, spóla þarf vel inn í upptökuna til að heyra hana).

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar