Lyftum huganum hærra 25. apríl
Ragnhildur Arna Hjartardóttir skrifar: Kjördæmapólitík þykir heldur neikvæð. Þó er kjördæmapólitík í grunninn aðeins sú pólitík að fólk í kjördæmunum veki athygli stjórnmálamanna á brýnustu verkefnum í sínu byggðarlagi. Enda er gert ráð fyrir að málin gangi þannig fyrir sig. Í Borgarahreyfingunni erum við samt sem áður sannfærð um að leggja verði nýjan grunn að íslensku samfélagi.
Efnahagshrunið hefur fært okkur heim sanninn um að ekki verði áfram byggt á sama gildismati. Ef við hugum ekki að því sem mestu máli skiptir kemur annað fyrir lítið. Þótt kjödæmi fengi allar óskir sínar um verklegar framkvæmdir uppfylltar yrði hamingja íbúa þess lítil ef grunnþarfir þeirra eru vanræktar, ef grunnstoðir samfélagsin eru vanræktar.
Hugsjón okkar og velferð
Höfundur er frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi