Ljósmyndasamkeppni fyrir krakka!
Austurglugginn efnir til ljósmyndasamkeppni fyrir krakka í sumar. Þátttakendur geta allir verið sem fæddir eru árið 1997 eða síðar (ath. að í auglýsingu í Austurglugganum misritaðist ártalið). Bestu myndirnar verða birtar í blaðinu og sýndar á ljósmyndasýningu í haust. Höfundur langbestu myndarinnar fær góð verðlaun. Reglur keppninnar eru eftirfarandi:
Reglur:
Hver þátttakandi má senda inn tvær myndir og þarf að vera höfundur þeirra.
Myndirnar mega ekki vera breyttar í Photoshop eða álíka forritum. Ekki má skeyta saman myndum eða bæta myndahluta við. Ekki má setja ramma utan um myndina eða bæta á hana texta. Ekki má breyta hluta myndar að ,,rauðum augum" undanskildum.
Skila þarf myndum fyrir 20. ágúst á netfangið
Aðeins er tekið við stafrænum myndum á jpeg sniði (.jpg).
Skráarstærð verður takmörkuð við 3 MB.
Austurglugginn áskilur sér rétt til að nota þær myndir sem skilað verður inn í blaðinu.
Bestu myndirnar verða sýndar á ljósmyndasýningu í haust, birtar í blaðinu og höfundur langbestu myndarinnar fær góð verðlaun.