Skip to main content

Ólafur Bragi íþróttamaður UÍA

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.17. maí 2009

Akstursíþróttamaðurinn Ólafur Bragi Jónsson, úr Akstursíþróttafélaginu START, var um helgina útnefndur íþróttamaður UÍA árið 2008. Viðurkenningin var afhent á þingi sambandsins á Seyðisfirði.

 

ImageÓlafur Bragi varð í fyrra Íslandsmeistari í flokki sérútbúinna bifreiða í torfæruakstri eftir harða baráttu í lokamótinu á Hellu. Auk þess að keppa hefur hann verið virkur í félagsstarfi akstursíþróttamanna á Austurlandi.
Framkvæmdastjóri UÍA, Stefán Bogi Sveinsson, sagði stjórn sambandsins líta á það sem sérstakan heiður geta verðlaunað akstursíþróttamann. Rík hefð væri fyrir akstursíþróttum á sambandssvæðinu og mikil gróska í starfinu nú þar sem Austfirðingar standa framarlega bæði í torfærunni, vélhjóla- og vélsleðaakstri.
Ólafur Bragi sagði verðlaunin heiður fyrir akstursíþróttirnar sem oft fengju litla athygli. Hann ítrekaði að torfæran væri ekki íþrótt einstaklingsins heldur legðu margir á sig mikla vinnu til að tryggja árangur.