Ökumenn sýni aðgæslu vegna færðar

Á Norðaustur- og Austurlandi er vetrarfærð. Snjóþekja og éljagangur er á Víkurskarði og ófært er á Hólasandi. Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði og þæfingsfærð og skafrenningur á Mývatns - og Möðrudalsöræfum og snjóþekja og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Sandvíkurheiði, Vatnsskarði eystra og einnig út við ströndina. Þæfingsfærð og snjókoma er á Fjarðarheiði og snjóþekja á Fagradal. Hálkublettir og skafrenningur eru á Oddskarði. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði og ófært er á Öxi.

enn_snjar_vefur.jpg

 

Ökumenn hafa lent í vandræðum á Fjarðarheiði og var björgunarsveit kölluð út þeim til aðstoðar. Heiðin er ekki fær fólksbílum.

 

 

 

Mynd: Það snjóaði hressilega á Egilsstöðum undir hádegið./SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.