Skip to main content

Komast ekki á æskulýðsmót vegna H1N1

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.14. október 2009

Hundrað og tuttugu börn úr æskulýðsfélögum kirkjunnar á Austurlandi fá ekki að fara á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar vegna ótta við H1N1-flensuna. Halda á mótið í Vestmannaeyjum um næstu helgi og höfðu 570 börn verið skráð á mótið.

hsti.gif

Samkvæmt Stefáni Boga Sveinssyni, leiðtoga í æskulýðsfélaginu BíBí á Fljótsdalshéraði, var ákvörðun um þetta tekin einróma að fenginni ráðgjöf sóttvarnalæknis á Austurlandi. Hann hafi ekki getað mælt með því að börnin færu til Eyja, þar sem þau gætu veikst af H1N1-flensunni í ferðinni og erfitt gæti verið að sækja veik börn þangað.