Jazzhátíð JEA hafin

Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi, JEA, var sett í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í dag í undurblíðu veðri. Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, setti hátíðina með ávarpi og sagði hana njóta mikils velvilja sveitarfélagsins. Jón Hilmar Kárason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir jazzhátíðina verða glæsilega og aldrei hafi hún verið eins löng og nú, eða í fimm daga. Mighty Marith and the Mean Men ásamt Einari Braga tróðu upp á sviði Tjarnargarðsins við góðar undirtektir gesta. JEA stendur yfir frá 24. til 28. júní og fer fram á fjórum stöðum á Austurlandi.

jea1

 

Eins og síðastliðin ár verður hátíðin á Egilsstöðum, í Neskaupstað á Seyðisfirði og nú einnig á Eskifirði.  Dagsskráin í ár verður skemmtileg og eins og venjulega fjölbreytt. Að þessu sinni koma góðir vinir í  heimsókn frá Sortland í Vesteralen, í Noregi, en mikið og  ánægjulegt samstarf hefur verið um menningarmál milli aðila á Austurlandi og Vesteralen undan farin ár. Það er hljómsveitin Mighty Marith and the Mean Men sem kemur frá Sortland að þessu sinni. Frábær hljómsveit sem mun leika víðar um landið. Hér má heyra upptöku frá Mighty Marith and the Mean Men á Youtube http://www.youtube.com/watch?v=l5Fot6dxLHY


 
Tómas R. Einarsson kemur með Trúnó bandið sitt og leikur lög af Trúnó plötunni sem kom út fyrir skemmstu.  BT Power trio mun verða í rokk gírnum þó svo að stutt sé yfirleitt í jazzinn hjá Bjössa Thor.  Einnig verður tónlistarhátíð inni í tónlistarhátíðinni, en það er Bjartsýnisblúsinn, þar sem Blúskóngarnir Garðar Harðar og Guðgeir leika blústónlist eins og þeim einum er lagið. Þeir fá til sín góða gesti eins og Þorleif Guðjónsson og Björgvin Gíslason. Frá Noregi kemur svo danski bassaleikarinn Andreas Dreier en hann lauk nýverið við plötuna „Stew“ með Andrési Þór gítarleikara og munu þeir meðal annars leika tónlist af þeirri plötu. Hægt er að heyra tónlist af þessari plötur Andreas Dreier á Myspace eða hér http://www.myspace.com/andreasdreier

 

Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi hefur farið vaxandi og hafa meðal annrarra Larry Carlton, James Carter, Beady Belle, Greg Matheison og Laurie Wheeler leikið á hátíðinni síðust árin.  

 

Dagskrá Jazzhátíðar Egilsstaða á Austurlandi að þessu sinni er eftirfarandi:

Miðvikudagur 24. júní – Setning í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum kl. 15.00
- Ungir söngvarar þenja raddböndin
- Hátíðin sett formlega
- Tónlistaratriði
Bláa Kirkja Seyðisfirði kl. 21.00
- Björt og Bensín bandið
- Mighty Marith and the Mean Men ásamt Einari Braga

Fimmtudagur 25. júní – Egilsstaðir, Valaskjálf kl. 21.00
- Blúsband Guðgeirs
- Garðar Harðar og gestir
- Þorleifur Guðjóns
- Björgvin Gísla ofl.

Föstudagur 26. júní – Egilsstaðir, Valaskjálf kl. 21.00
- JHK Band
- Tómas R. og Trúnóbandið

Laugardagur 27. júní – Neskaupstaður, Egilsbúð kl. 21.00
- Mighty Marith and the Mean Men
- BT Power trio

Sunnudagur 28. júní – Eskifjörður, Kirkju- og menningarmiðstöðin kl. 16.00
- Andreas Dreier Quartet

 

jea1

 

 

 

 

jea1

 

 jea1

 

 

 

Myndir/Steinunn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.