Innan við tvær milljónir að austan

Stuðningur austfirskra fyrirtækja við stjórnmálaflokka árið 2007 var tæp 1,8 milljón íslenskra króna. Þrjú framboð af sex skiptu styrkjunum með sér.

 

Þetta kemur fram í skýrslu sem Ríkisendurskoðun gaf út í vikunni en birt er sundurliðuð á vef Tíðarandans . Samkvæmt lauslegri úttekt Austurgluggans nam heildarstyrkur austfirskra lögaðila til stjórnmálaflokkanna 1.789.242 krónum. Upphæðirnar eru almennt lágar. Í heildina eru fimm styrkir upp á 300.000, hámarksupphæð, í hópnum en aðrir styrkir eru allir innan við 50.000 krónur.
Þrír flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylkingin skipta með sér styrkjunum en Vinstrihreyfingin, Íslandshreyfingin og Frjálsyndi flokkurinn fá ekkert. Mest fær Sjálfstæðisflokkurinn, tæp 750 þúsund frá tíu aðilum, þar af 300 þúsund frá Eskju hf. og Síldarvinnslunni. Þau eru jafnframt einu austfirsku fyrirtækin sem styrkja Samfylkinguna, sem fær hámarksupphæð frá báðum. Framsóknarflokkurinn fær 440.000 krónur frá sex fyrirtækjum, þar af 300.000 krónur frá Austfari.

Styrkir flokkanna að austan:

Framsóknarflokkurinn

Austurfar ehf. [sic] *
300.000
Bílaverkstæði Borgþórs ehf.
35.000
Bolholt ehf [sic] **
25.000
Héraðsverk ehf. 
20.000
Sparisjóður Norðfjarðar
40.000
Tandraberg ehf.
20.000

Alls sex styrkir að upphæð 440.000 krónur
* Frumheimild segir Austurfar en það fyrirtæki finnst ekki. Ýmislegt bendir til að þetta sé Austfar á Seyðisfirði.
** Frumheimild segir Bolholt ehf., en það fyrirtæki finnst hvergi. Líklega vantar kommu yfir ó-ið.

Sjálfstæðisflokkurinn

Bólholt ehf.
31.420
Eskja hf.
300.000
Handverks og hússtjórnarskólinn
9.715
Héraðsfjörður ehf.
31.849
Héraðsverk ehf.
18.970
Hitaveita Egilsstaða/Fella ehf. 18.97
JG Bílar ehf. 9.715
Síldarvinnslan
300.000
Tannlæknastofan á Egilsstöðum
18.970
Þ.S. Verktakar ehf. 9.633

Alls tíu styrkir að upphæð 749.242 krónur

Samfylkingin

Eskja hf.
300.000
Síldarvinnslan
300.000

Alls tveir styrkir að upphæð 600.000 krónur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.