Hvatningarverðlaun ÞFA - ósk um tilnefningu

Hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands verða veitt í níunda sinn á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 19. maí 2009.  Tilgangur verðlaunanna er að heiðra þann aðila (einstakling, fyrirtæki, stofnun, félagasamtök eða stjórnvald) sem að mati dómnefndar félagsins er best að slíkri viðurkenningu komin, fyrir vel unnin störf í þágu fyrirtækja eða stofnana á Austurlandi og/eða hafi verið öðrum í atvinnulífi á Austurlandi sérstök hvatning eða fyrirmynd.

runarflag2.gif

 

Handhafar hvatningarverðlauna félagsins til þessa eru eftirtaldir:

1.  Kristbjörg Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri KK-matvæla á Reyðarfirði, hvatningarverðlaun fyrir trausta og myndarlega uppbyggingu matvælafyrirtækis.

2. Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars ehf., á Seyðisfirði, hvatningarverðlaun fyrir metnaðarfullt frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu á Austurlandi og landinu öllu.

3. Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, hvatningarverðlaun fyrir forystuhlutverk sitt í íslenskum sjávarútvegi og stórhuga verkefni á sviði fiskeldis.

4. Gísli Jónatansson, hvatningarverðlaun fyrir einstakan stjórnunarferil og áratuga farsæla stjórnun fyrirtækja í sjávarútvegi á Fáskrúðsfirði

5. Smári Geirsson, kennari Neskaupstað, hvatningarverðlaun fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélaga og samfélags á Austurlandi undanfarin ár og framúrskarandi frammistöðu sem leiðtogi Austfirðinga við að koma í höfn byggingu álvers við Reyðarfjörð.

6. Héraðsprent, hvatningarverðlaun fyrir metnaðafulla uppbyggingu á prentsmiðjurekstri, áratuga farsælan rekstur og vandaða þjónustu á Austurlandi.

7. Steinasafn Petru, hvatningarverðlaun fyrir metnaðarfullt safnastarf og framlag til ferðaþjónustu á Austurlandi. Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hóf að safna steinum árið 1942 og byggði Steinasafn Petru upp á heimili sínu að Sunnuhlíð Stöðvarfirði.

8. Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Fjarðarbyggðar, hlýtur hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands árið 2007 fyrir metnaðarfullt starf við skipulag umhverfismála í Fjarðarbyggð. 

 

Nú er komið að því að velja handhafa hvatningarverðlaunanna fyrir árið 2009. Þróunarfélagi Austurlands er það metnaðarmál að standa vel að vali þessu. Því er leitað til allra félaga í Þróunarfélaginu vegna tilnefningar aðila sem falla undir skilgreininguna hér að ofan.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.