Skip to main content

Hreindýraskyttur farnar á stúfana

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.15. júlí 2009

Hreindýraveiðitímabilið hófst í dag. Veiða má tarfa til 1. ágúst en eftir það einnig kýr og kálfa.

Tarfaveiðarnar út júlí eru skilyrtar á þann hátt að einungis má veiða tarfa sem eru ekki nálægt hreinkúm. Þá eru veturgamlir tarfar friðaðir. Veiða má 1.333 dýr á vertíðinni. 3.266 umsóknir um veiðileyfi bárust Umhverfisstofnun. Leiðsögumenn fóru með veiðimenn inn á veiðisvæði strax í nótt en ekki er vitað til að dýr hafi enn verið fellt. Veiðimenn eru hvattir til að nýta veiðitímabilið allt, en geyma ekki veiðar fram á síðasta dag. Veiðitímanum lýkur 15. september.

hreindr_renna_yfir_veginn_vi_grjtrgil_vefur.jpg

 Hreindýr renna svo hundruðum skiptir yfir veginn við Grjótárgil á Fljótsdalsheiði.

Mynd/Þórhallur Árnason.