Hönnunar- og gæðanám að hefjast

Hönnunar- og gæðanám á vegum Þekkingarnets Austurlands og Menningarráðs Austurlands hefst 26. mars og stendur fram til 27. maí. Um er að ræða nám fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna við handverk og smáiðnað til að bæta þekkingu á sviði hönnunar, markaðssetningar og gæða. Námið er ætlað fólki sem vinnur í mismunandi hráefni svo sem tré, járn og textíl.
spor__sandi.jpg

 

Námið byrjar með vinnuferð til Reykjavíkur á ,,Hönnunar-mars 2009“ sem samanstendur af sýningum, fyrirlestrum og fleiru á sviði
hönnunar. Auk þess verða hönnuðirnir Guðrún Margrét og Oddgeir heimsótt og fyrirtæki sem þau vinna fyrir. Farið verður í verslunina
Kraum og Listasafn Árnesinga svo nokkuð sé nefnt.
Námið er síðan byggt upp á fyrirlestrum um hönnun, vöruþróun, ímyndarsköpun og markaðssetningu. Farið verður í hvernig á að vinna ferilskrá, sækja um sýningar og styrki, auk fleiri atriða. Námið er 80 tímar.

Möguleiki er fyrir þátttakendur að koma með hugmynd í upphafi námskeiðs, þróa hana, fullvinna samhliða náminu og fá endurgjöf frá hönnuðum í lokin. Upplýsingar gefur ÞNA í síma 471 2838, heimasíða www.tna.is og Menningarráð Austurlands, Signý Ormarsdóttir í síma 860 2983.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.